Heimferðin

Heimferðin gekk vel. Allir voru mættir í Wadköpings UC kl. 8.30 og var lagt af stað einni mínútu síðar. Flugið heim var tíðindalaust en það virtust vera þreyttir en ánægðir ferðalangar sem kvöddust á Leifstöð.

Viljum við þakka gestgjöfum okkar, nemendum og kennurum í Wadköpings UC kærlega fyrir okkur!


Fimmtudagurinn

Dagurinn var notaður til að vinna úr þeim upplýsingum sem safnað hafði verið í ferðalögunum. Nemendur unnu að fréttablaði þar sem þeir sögðu frá því sem fyrir eyru og augu hafði borið, bæði í Örebro og í námuheimsókninni.

Þegar verkefninu var lokið fóru þeir sem vildu í yfirbyggðan sundlaugargarð í Gustavsvik en hinir fóru flestir í bæinn með gestgjöfum sínum.

Þegar allir höfðu fengið nóg af dýfingum og rennibrautum fór allur hópurinn úr BHS ásamt nokkrum Svíum út að borða. Staðurinn sem hafði orðið fyrir valinu hét Paco's og var boðið upp á Mexíkóskan mat og pitsur. Er óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel og farið ánægðir út.

Hér eru nokkrar myndir:

DSC00802DSC00803DSC00807DSC00810DSC00812DSC00809

 Gísli átti 17 ára afmæli þennan dag. Hann fékk stóran ís í tilefni dagsins.

DSC00814


Járnnámurnar í Perhyttan og Lockgruvan

Í dag fórum við 40 metra ofan í jörðina til þess að skoða gamla járnnámu. Settu allir upp hvíta hjálma og gengu niður bratta stiga undir öruggri leiðsögn reyndra leiðsögumanna af þessum slóðum. Námurnar eru æfafornar en byrjað var að grafa þær fyrir meira en 300 árum.

Því næst skoðuðum við ofninn þar sem járngrítið var brætt og járnið unnið í hleifa. Þetta þótti fólki allt saman stórmerkilegt.

Þá var haldið til Mora þar sem við fengum okkur Baquette með kjötbollum að sænskum sið.

Loks var komið að hápunkti ferðarinnar (a.m.k. að sumra mati) þegar haldið var til Marieberg og "sjoppað" svolítið.

Hér eru nokkrar myndir:

DSC00758DSC00761DSC00764DSC00779DSC00782DSC00784


...og allir far'í sveitaferð

Í dag liggur leiðin út fyrir bæinn. Um níuleytið leggjum við af stað til Perhyttan og Lockgruvan til þess að skoða upphaf iðnvæðingarinnar í Svíaríki. Þaðan förum við til Nora. Meira um þetta síðar.

 Nokkrum nemendum til mikillar ánægju verður svo farið í mollið í Marieberg eftir hádegi þar sem fólk getur verslað eftir þörfum, áhuga eða getu. Eftir það er tíminn frjáls og munu gestgjafarnir þá væntanlega sjá um að hafa ofan af fyrir gestum sínum.


Þriðjudagurinn 26. febrúar

 

Mikið að gera hjá krökkunum. Hér er dagskráin eins og hún kom frá Svíunum:

Tuesday

09.00 Tour guide of the school

10.00-10.30 Break

10.30 Tour guide in Wadköping (ca. one hour)

12.00 Lunch

13.00 Tour guide of Örebro (visit worth seeing places, don‘t forget to take pictures!)

18.30 Movie night at school (just chillin‘)

 

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í skólanum í dag:

DSC00711DSC00737DSC00741DSC00735DSC00713

 


Ferðin hafin

Þá erum við komin til Örebro!

Ferðin hófst kl. 5 á mánudagsmorguninn við Borgarholtsskóla. Þar beið okkar rúta sem flutti okkur á Keflavíkurflugvöll. Mættu allir á réttum tíma í rútuna neman undirritaður sem var ekkert að stressa sig of mikið.

Þegar í Leifsstöð var komið var aðeins ráfað um og sumir "sjoppuðu" pínulítið. Flugið var fínt í alla staði. Við lentum á Arlandaflugvell um hálf tólf að staðartíma. Þar biðu okkar þrír nemendur frá skólanaum í Örebro, en þeir höfðu tekið að sér að vera fararstjórar okkar í Stokkhólmi. Þetta voru þau Marie, Pernilla og Tobias. Þau fóru með okkur í göngutúr um Stokkhólm og sýndu okkur þinghúsið, konungshöllina og fleira og fleira. Þá var snæddur hádegisverður á einum af fjölmörgum McDonaldsstöðum höfuðborgarinnar. Verður að segjast eins og er að McD hefur "intigrerast" vel í samfélaginu.

DSC00662Um hálf þrjú vorum við svo komin í rútuna aftur og á leið til Örebro. Ferðin var tíðindalítil fyrir utan að nokkrir nemendur gerðu heiðarlega tilraun til að kaupa snus á bensínstöð þar sem við gerðum pissustopp. En vökul augu Jette, ásamt sterkum vilja sænska afgreiðslumannsins til að framfylgja landslögum, komu í veg fyrir að það yrði að veruleika.

DSC00688Um fimmleytið komum við til Örebro. Nemendur og kennarar Wadköping UC voru mættir til að taka á móti okkur. Var boðið upp á ávexti og safa en aðalatriðið var að koma nemendum á sinn stað, þ.e. á heimilin þar sem þeir áttu að gista. Verðum við að hrósa Svíunum fyrir frábæra skipulagningu í alla staði bæði dagskrá vikunnar og dvalarstaði nemenda. Meira um það síðar.DSC00704


Fundur!

Minnum nemendur á fundinn á fimmtudaginn kl. 12.15 í stofu 308.

Anton, Jette og Guðmundur


Nemendur á AN2 og foreldrar/forráðamenn:

Jæja, þá er að koma að því. Mánudaginn 25. febrúar höldum við áleiðis til Örebro í Svíþjóð. Lagt verður af stað með rútu frá Borgarholtsskóla kl. 5.00 að morgni. Mikilvægt að allir séu mættir tímanlega. Áætluð lending á Arlanda er um Kl. 11.40 (FI306) á staðartíma. Ætlunin er að eyða mánudeginum í Stokkhólmi en seinnipart dags verður lagt af stað til Örebro. Þar munu nemendur og kennarar Wadköpings UC taka á móti okkur og verður hverjum og einum úthlutað heimili fyrir næstu fjóra daga. Svíarnir hafa skipulagt dagskrá heimsóknarinnar og verður eflaust margt skemmtilegt gert.

Við komum heim á föstudaginn og er áætluð lending um kl. 15.30 (FI307). Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegri rútuferð í bæinn þannig að hver og einn þarf að sjá um sig. Því er mikilvægt að þeir sem taka flugvallarrútuna hafi með sér peninga til að borga fargjaldið (1300 kr.). Vinsamlega látið fararstjóra vita hvernig heimferð verður háttað.

Veðrið í Örebro er mjög svipað og hérna heima. Því er nauðsynlegt að hafa með hlý föt, regnfatnað og góða skó. Skynsamlegt er að hafa með sér föt fyrir allan tímann í stað þess að treysta því að hægt sé að fá fatnað þveginn.  Allir eiga auk þess að hafa með sér sundföt.

Nemendur þurfa ekki að hafa með sér mikinn pening. Þeir fá að borða hjá gestgjöfum sínum og koma til með að snæða hádegisverð í skólanum. Auk þess stefnum við Borghyltingar að því að borða einu sinni saman, en það er innifalið í því gjaldi sem þegar hefur verið innheimt. Þó er gott að hafa eitthvað smáræði með sér fyrir tilfallandi útgjöldum t.d. strætisvagnaferðum (það kostar 10 kr. sænskar í strætó).

Athugið! Nauðsynlegt er að hafa með sér skilríki, helst vegabréf.

 
Athugið að á fimmtudaginn þurfa þeir nemendur sem fara með að hitta okkur fararstjórana!Vegna skóhlífadaganna er nauðsynlegt að við hittumst í stofu 308 kl. 12.15. Ef þið eruð ekki í skólanum á fimmtudagsmorguninn þá þurfið þið að gera ráðstafanir til þess að komast hingað í tæka tíð.
 Með kveðju


Anton Már Gylfason Umsjónarkennari       s. 00354 820 8892Jette Dige Pedersen Umsjónarkennari      s. 00354 690 4111Guðmundur Þórhallsson Kennslustjóri                s. 00354 820 5855
  

Nemendur á AN2 halda til Svíþjóðar

Jæja, þá er alveg að koma að því!

Mánudaginn 25. febrúar munu nemendur á almennri námsbraut 2 í Borgarholtsskóla leggja land undir fót og halda til Örebro í Svíþjóð. Borgin er í um 200 km fjarlægð frá höfuðborginni, Stokkhólmi. Þangað verður flogið að morgni dags og deginum eytt í höfðuborginni. Þá verður haldið með rútu til Örebro þar sem sænskir nemendur í Wadköpings UC taka á móti okkur. Eru þau okkur ekki alveg ókunnug, því í haust heimsótti þessi hópur okkur hér upp á klakann og dvaldi í fimm daga.Pylsur eða pulsur? Sænskir og íslenskir nemendur í miðbæ Reykjavíkur

Tilgangur Svíþjóðarferðarinnar er að nemendur fái tækifæri til þess að hafa samskipti við jafnaldra sína af öðru þjóðerni, kynnist menningu þeirra og siðum.

Ferðin er farin með styrk frá Nordplus Jr.

 Meira síðar!


Höfundar

Nemendur á AN2 í BHS
Nemendur á AN2 í BHS
Höfundar þessarar síðu eru nemendur og kennarar á almennri námsbraut 2 í Borgarholtsskóla. Tilefnið er ferðalag okkar til Örebro í Svíþjóð.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband