Nemendur á AN2 halda til Svíþjóðar

Jæja, þá er alveg að koma að því!

Mánudaginn 25. febrúar munu nemendur á almennri námsbraut 2 í Borgarholtsskóla leggja land undir fót og halda til Örebro í Svíþjóð. Borgin er í um 200 km fjarlægð frá höfuðborginni, Stokkhólmi. Þangað verður flogið að morgni dags og deginum eytt í höfðuborginni. Þá verður haldið með rútu til Örebro þar sem sænskir nemendur í Wadköpings UC taka á móti okkur. Eru þau okkur ekki alveg ókunnug, því í haust heimsótti þessi hópur okkur hér upp á klakann og dvaldi í fimm daga.Pylsur eða pulsur? Sænskir og íslenskir nemendur í miðbæ Reykjavíkur

Tilgangur Svíþjóðarferðarinnar er að nemendur fái tækifæri til þess að hafa samskipti við jafnaldra sína af öðru þjóðerni, kynnist menningu þeirra og siðum.

Ferðin er farin með styrk frá Nordplus Jr.

 Meira síðar!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Nemendur á AN2 í BHS
Nemendur á AN2 í BHS
Höfundar þessarar síðu eru nemendur og kennarar á almennri námsbraut 2 í Borgarholtsskóla. Tilefnið er ferðalag okkar til Örebro í Svíþjóð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband