Ferðin hafin

Þá erum við komin til Örebro!

Ferðin hófst kl. 5 á mánudagsmorguninn við Borgarholtsskóla. Þar beið okkar rúta sem flutti okkur á Keflavíkurflugvöll. Mættu allir á réttum tíma í rútuna neman undirritaður sem var ekkert að stressa sig of mikið.

Þegar í Leifsstöð var komið var aðeins ráfað um og sumir "sjoppuðu" pínulítið. Flugið var fínt í alla staði. Við lentum á Arlandaflugvell um hálf tólf að staðartíma. Þar biðu okkar þrír nemendur frá skólanaum í Örebro, en þeir höfðu tekið að sér að vera fararstjórar okkar í Stokkhólmi. Þetta voru þau Marie, Pernilla og Tobias. Þau fóru með okkur í göngutúr um Stokkhólm og sýndu okkur þinghúsið, konungshöllina og fleira og fleira. Þá var snæddur hádegisverður á einum af fjölmörgum McDonaldsstöðum höfuðborgarinnar. Verður að segjast eins og er að McD hefur "intigrerast" vel í samfélaginu.

DSC00662Um hálf þrjú vorum við svo komin í rútuna aftur og á leið til Örebro. Ferðin var tíðindalítil fyrir utan að nokkrir nemendur gerðu heiðarlega tilraun til að kaupa snus á bensínstöð þar sem við gerðum pissustopp. En vökul augu Jette, ásamt sterkum vilja sænska afgreiðslumannsins til að framfylgja landslögum, komu í veg fyrir að það yrði að veruleika.

DSC00688Um fimmleytið komum við til Örebro. Nemendur og kennarar Wadköping UC voru mættir til að taka á móti okkur. Var boðið upp á ávexti og safa en aðalatriðið var að koma nemendum á sinn stað, þ.e. á heimilin þar sem þeir áttu að gista. Verðum við að hrósa Svíunum fyrir frábæra skipulagningu í alla staði bæði dagskrá vikunnar og dvalarstaði nemenda. Meira um það síðar.DSC00704


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Nemendur á AN2 í BHS
Nemendur á AN2 í BHS
Höfundar þessarar síðu eru nemendur og kennarar á almennri námsbraut 2 í Borgarholtsskóla. Tilefnið er ferðalag okkar til Örebro í Svíþjóð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband